Nemendafélag Háskólans á Bifröst

Lánasjóðsfulltrúi BÍSN hjá Menntasjóði námsmanna

BÍSN

Hjá Bandalagi íslenskra sérskólanema (BÍSN) er í boði þjónusta við lánþega Menntasjóðs námsmanna, hvort sem þeir eru á leið í nám, í námi eða að ljúka námi. Þjónustan felst í upplýsingagjöf og útskýringum á regluverki sjóðsins og aðstoð við málarekstur.

 

Erla Björg Eyjólfsdóttir er lánasjóðsfulltrúi BÍSN og veitir námsmönnum hjá Háskólanum á Bifröst, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands þjónustu og ráðgjöf. Hafa má samband við hana á [email protected]

 

Finnst þér erfitt að átta þig á regluverki Menntasjóðs námsmanna?

 

Á gegnum lánasjóðsfulltrúa BÍSN færðu aðstoð við túlkun á reglum Menntasjóðs námsmanna, á þínum forsendum og á þínum hraða.

 

Þarftu aðstoð við málarekstur hjá Menntasjóði námsmanna?

 

Hafðu samband og við lítum á málið með þér.

 

Þekkirðu þinn rétt hjá Menntasjóði námsmanna?

 

Við hjálpum þér að átta þig á þinni stöðu hjá sjóðnum.


Lán frá Menntasjóði námsmanna[EB|C&WÍ1] 

Námsmenn geta sótt um lán hjá Menntasjóðnum í gegnum ,,Mitt Lán” á heimasíðu Menntasjóðsins (www.menntasjodur.is).

Þar er einnig hægt að fylgjast með stöðu umsókna, skoða lánsáætlun og sjá gátlista yfir gögn sem þurfa að fylgja umsóknum.


 [EB|C&WÍ1]https://student.is/lan-fra-menntasjodnum

Umsóknarfrestir fyrir skólaárið 2023-2024:

·       Lán fyrir haustmisseri 2023: til og með 15. október 2023

·       Lán fyrir vormisseri 2024: til og með 15. janúar 2024

·       Lán fyrir sumarmisseri 2024:  til og með 15. júní 2024

Útborganir framfærslulána

Greiðsla mánaðarlegra framfærslulána til stúdenta sem óska eftir samtímagreiðslum hefjast á eftirfarandi dagsetningum:

·       Á haustönn 2023 hefjast útborganir 1. október 2023

·       Á vorönn 2024 hefjast útborganir 1. febrúar 2024

·       Á sumarönn 2024 hefjast útborganir 1. júní 2024

Greiðsla framfærslulána til stúdenta sem óska eftir að fá lánið greitt eftir hverja önn hefjast að öllu jöfnu um miðjan mánuð á eftirfarandi tímum:

·       Fyrir haustönn 2023 hefjast greiðslur í janúar 2024

·       Fyrir vorönn 2024 hefjast greiðslur í  maí 2024

·       Fyrir sumarönn 2024 hefjast greiðslur í ágúst 2024


Útborganir skólagjaldalána

Greiðsla skólagjaldalána til stúdenta sem óska eftir fyrirframgreiðslu hefst að öllu jöfnu um miðjan mánuð á eftirfarandi tímum:

·       Fyrir haustönn 2023 hefjast greiðslur í ágúst 2023

·       Fyrir vorönn 2024 hefjast greiðslur í janúar 2024

·       Fyrir sumarönn 2024 hefjast greiðslur í maí 2024


Nýtt lánakerfi[EB|C&WÍ1] 

Menntasjóður námsmanna

Menntasjóður námsmanna er nýja námslánakerfið á Íslandi sem tók til starfa 1. júlí 2020 og kom í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Ný lög um Menntasjóð námsmanna voru samþykkt þann 9. júní 2020.

 

Hlutverk Menntasjóðsins er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags eða stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja.

 

Helstu breytingar í kjölfar setningu laganna eru að námsmenn geta fengið styrki vegna framfærslu barna í stað lána. Námsmenn geta fengið 30% niðurfellingu á námslánaskuld sinni ljúki stúdent námi sínu á tilskildum tíma. Þá munu ábyrgðir á námslánum, teknum í tíð eldri laga, falla niður svo fremi sem lántaki hafi verið í skilum með lán sín við gildistöku laganna.

 

Námsmenn geta valið um að endurgreiða námslán sín sem jafngreiðslulán eða tekjutengd lán ljúki nemandi námi fyrir 40 ára aldur. Þá geta nemendur jafnframt valið um hvort námslánin séu óverðtryggð eða með verðtryggðum lánakjörum. Vextir á námslánum munu hækka og verða breytilegir og byggja á þeim vaxtakjörum sem ríkissjóði bjóðast á markaði að viðbættu vaxtaálagi sem árlega er ákveðið í úthlutunarreglum sjóðsins. Námslán eru hins vegar áfram verðtryggð á meðan á námi stendur.

 

Hægt er að hafa samband við Menntasjóðinn og óska eftir aðstoð í gegnum heimasíðuna www.menntasjodur.is, í gegnum netfangið [email protected] eða í gegnum síma +354 560 4000.


Sækja um lán[EB|C&WÍ1] 

Lán frá Menntasjóðnum

Námsmenn geta sótt um lán hjá Menntasjóðnum í gegnum ,,Mitt Lán” á heimasíðu Menntasjóðsins (www.menntasjodur.is).

Þar er einnig hægt að fylgjast með stöðu umsókna, skoða lánsáætlun og sjá gátlista yfir gögn sem þurfa að fylgja umsóknum.

 

Mikilvægt er að sækja um námslán fyrir hvert námsár og þarf að velja allar annir sem námsmaður hyggst stunda nám á.

 

Umsóknarfrestir á námsárinu 2023-2024 eru eftirfarandi:

 

Haustönn 2023: Til og með 15. október 2023.

Vorönn 2024: Til og með 15. janúar 2024.

Sumarönn 2024: Til og með 15. júní 2024.

 

Athugið að umsókn sem berst eftir að umsóknarfrestur er liðinn verður sjálfkrafa hafnað.

 

Hægt er að hafa samband við Menntasjóðinn og óska eftir aðstoð í gegnum heimasíðuna www.menntasjodur.is, í gegnum netfangið [email protected] eða í gegnum síma +354 560 4000.


 [EB|C&WÍ1]https://student.is/saekja-um-lan

Lánareiknivél[EB|C&WÍ1] 

Á heimasíðu Menntasjóðins er að finna lánareiknivél sem snýr að afborgunum og framfærslulánum.

 

Með reiknivél framfærslulána er hægt að áætla framfærslulán á námsárinu miðað við tekjur og fjölskyldustærð.

 

Með reiknivél afborgana er hægt að áætla árlegar afborganir og árafjölda miðað við tekjur lántaka og lánsupphæð.