Nemendafélag Háskólans á Bifröst
Nemendafélagið er hagsmunafélag allra nemenda er stunda nám við Háskólann á Bifröst. Markmið félagsins er skýrt en það er að standa vörð um hagsmuni nemenda og vinna að bættum hag þeirra í námi og leik.
Stjórn nemendafélagsins hvetur nemendur til þess að kynna sér í þaula handbók nemenda en þar er að finna mikilvægar upplýsingar um allt er snertir nám og kennslu, verklag og reglur. HÉR er hlekkur á handbókina. Stjórn nemendafélagsins er í stöðugu og góðu samstarfi við skólastjórnendur og getur þannig vakið athygli á þeim málum er varða hagsmuni allra nemenda við skólann.
Í stjórn nemendafélagsins er hagsmunafulltrúi nemenda en netfang hans er [email protected]. Nemendur geta leitað beint til hans eða beint fyrirspurnum á [email protected].
Nemendafélagið hefur sett sér persónuverndarstefnu en hana má finna HÉR.
Í fjarnámsskóla er mikilvægt að bjóða upp á gott félagslíf. Nemendafélagið skipuleggur allskyns viðburði fyrir nemendur, bæði á staðlotum og annarsstaðar. Stærsti viðburður skólaársins er árshátíðin en hún er haldin á vorönn ár hvert. Þá stendur félagið fyrir vísindaferðum ásamt því að undirfélögin, Justitia, Merkúr og Verus skipuleggja einnig sína eigin viðburði. Tilgangurinn er ávallt að efla tengslanet nemenda og þekkingu, ásamt því að vera okkar góða skóla ávallt til sóma.
Það er von okkar, sem störfum í stjórn nemendafélagsins hverju sinni, að nemendur taki fullan þátt í þeim viðburðum sem nemendafélagið og undirfélög þess bjóða uppá.
Þá standa dyr okkar ávallt opnar ef nemendur vilja heyra í okkur.